Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 15. september 2021 15:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið ÍR og ÍA: Reynir kemur inn - Átta breytingar
Reynir Haraldsson byrjar í dag.
Reynir Haraldsson byrjar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri er ekki með í dag gegn uppeldisfélaginu.
Sindri er ekki með í dag gegn uppeldisfélaginu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
ÍR og ÍA mætast klukkan 16:30 í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Leikurinn fer fram á Hertz vellinum í Breiðholti.

ÍR er í 9. sæti 2. deildar en ÍA er í neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar. ÍR lagði Fjölni að velli í 16-liða úrslitum bikarsins og ÍA lagði FH að velli.

Smelltu hér til að fara í textalýsingu frá leiknum!!!

Arnar Hallsson, þjálfari ÍR, gerir þrjár breytingar frá síðasta deildarleik (2-1 tap gegn KF). Reynir, Alex Bergmann og Halldór koma inn í liðið fyrir þá Arian Ara Morina, Patrik Hermannson og Hörð Mána Ásmundsson. Reynir skoraði þrennu gegn Fjölni í 16-liða úrslitunum.

Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, gerir fimm breytingar frá síðasta deildarleik (3-1 sigur gegn Leikni). Þórður Þorsteinn, Ólafur Valur, Hákon Ingi, Eyþór Aron og Alex Davey koma inn fyrir þá Wout Droste, Sindra Snæ Magnússon, Guðmund Tyrfingsson og Viktor Jónsson. Sindri Snær er sá eini af þeim sem tekur sér ekki sæti á bekknum en hann er í liðsstjórn í dag.

Byrjunarlið ÍR:
12. Aron Óskar Þorleifsson (m)
3. Reynir Haraldsson
5. Halldór Arnarsson
9. Pétur Hrafn Friðriksson
10. Rees Greenwood
13. Jorgen Pettersen
15. Bergvin Fannar Helgason
16. Hilmir Vilberg Arnarsson
22. Axel Kári Vignisson (f)
23. Ágúst Unnar Kristinsson
24. Alex Bergmann Arnarsson

Byrjunarlið ÍA:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
3. Óttar Bjarni Guðmundsson (f)
4. Aron Kristófer Lárusson
14. Ólafur Valur Valdimarsson
16. Brynjar Snær Pálsson
17. Gísli Laxdal Unnarsson
19. Ísak Snær Þorvaldsson
22. Hákon Ingi Jónsson
26. Eyþór Aron Wöhler
44. Alex Davey

Beinar textalýsingar í dag:
16:30 Vestri - Valur
16:30 ÍR - ÍA
19:15 HK - Keflavík
19:15 Fylkir - Víkingur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner