Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
banner
   sun 15. september 2024 22:45
Sölvi Haraldsson
2. deild kvenna: Haukakonur í Lengjudeildina
Haukakonur fagna.
Haukakonur fagna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikir fóru fram í 2. deild kvenna - A úrslitum í dag. KR fór á Húsavík og Haukar fékk ÍH í heimsókn.

Völsungur fékk KR-inga í heimsókn í dag sem lauk með 3-2 sigri Völsungs. Heimakonur byrjuðu mjög vel og brutu ísinn í miðjum fyrri hálfleik, staðan í hálfleik var 1-0 heimakonum í vil. Júlía Margrét skoraði það mark.

Þær héldu bara áfram í seinni hálfleiknum en þegar minna en 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum skoruðu heimakonur tvisvar. Halla Bríet og Ólína Helga skoruðu mörkin. 

KR-ingar minnkuðu muninn eftir klukkutímaleik með marki frá Makyla Soll og það var síðan Eva María sem minnkaði muninn enn meira í 3-2 þegar 10 mínútur voru eftir en það var of lítið of seint og sterkur sigur Völsungs staðreynd.

Haukakonur unnu þá Hafnarfjarðarslaginn við ÍH 6-1. Staðan í hálfleik var 4-0 fyrir Haukum. Í seinni hálfleik skoraði Halla Þórdís tvennu. Hún setti eitt mark í fyrri hálfleik og því þrenna staðreynd hjá Höllu í dag.

Sigurinn þýðir að Haukar munu spila í Lengjudeildinni að ári.

Haukar 6 - 1 ÍH
1-0 Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('7 )
2-0 Halla Þórdís Svansdóttir ('21 )
3-0 Glódís María Gunnarsdóttir ('29 )
4-0 Glódís María Gunnarsdóttir ('34 )
4-1 Unnur Thorarensen Skúladóttir ('52 )
5-1 Halla Þórdís Svansdóttir ('59 )
6-1 Halla Þórdís Svansdóttir ('61 )

Völsungur 3 - 2 KR
1-0 Júlía Margrét Sveinsdóttir ('25 )
2-0 Halla Bríet Kristjánsdóttir ('51 )
3-0 Ólína Helga Sigþórsdóttir ('54 )
3-1 Makayla Soll ('62 )
3-2 Eva María Smáradóttir ('79 )
Athugasemdir
banner
banner
banner