Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 15. október 2018 16:00
Elvar Geir Magnússon
Matthijs de Ligt orðaður við Barcelona
Matthijs de Ligt gæti farið til Barcelona... en ekki í janúar.
Matthijs de Ligt gæti farið til Barcelona... en ekki í janúar.
Mynd: Getty Images
Katalónskir fjölmiðlar segja að Barcelona hafi ákveðið að bæta við miðverði í janúarglugganum en talið er ómögulegt fyrir félagið að fá Matthijs de Ligt frá Ajax á þeim tímapunkti.

De Ligt er 19 ára og er einn allra öflugasti ungi varnarmaður heims. Hann er á óskalista Barcelona og margra annarra stórliða.

Sagt var frá því í morgun að Thomas Vermaelen spilar ekki á næstunni en auk hans er Samuel Umtiti á meiðslalistanum.

Það mun því mikið mæða á Gerard Pique og Clement Lenglet næstu vikurnar.

„Líkurnar eru nákvæmlega núll prósent," sagði Marc Overmars, íþróttastjóri Ajax, þegar hann var spurður að því hvort De Ligt gæti fært sig um set í janúar.
Athugasemdir
banner
banner