Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 15. október 2019 16:30
Magnús Már Einarsson
Giroud ætlar að skoða stöðu sína í janúar
Giroud í leiknum gegn Íslandi á föstudaginn.  Hann skoraði bæði gegn Íslandi og Tyrklandi í þessum landsleikjaglugga.
Giroud í leiknum gegn Íslandi á föstudaginn. Hann skoraði bæði gegn Íslandi og Tyrklandi í þessum landsleikjaglugga.
Mynd: Guðmundur Karl
Olivier Giroud, framherji Chelsea, segist ætla að skoða stöðuna sína í janúar ef hann fer ekki að fá meiri spiltíma hjá félaginu.

Þessi 33 ára gamli franski landsliðsmaður hefur einungis spilað fimm leiki með Chelsea á tímabilinu en hann er á eftir Tammy Abraham í röðinni hjá félaginu.

„Ég ætla að berjast fyrir sæti mínu hjá Chelsea og við munum skoða stöðuna í janúar," sagði Giroud eftir að hann skoraði gegn Tyrkjum í gær.

„Ef þú spyrð mig hvort ég vilji fara þá segi ég 'ekkert endilega' en það eru aðrir hlutir sem koma inn í myndina. Ég get ekki verið ánægður með stöðuna í augnablikinu. Ég er 33 ára en ég á ennþá nokkur góð ár eftir."

„Ég er ennþá með fæturnar og hæfileikana í að spila á meðal þeirra bestu. Ég er í góðu líkamlegu formi og ég lifi heilsusamlegum lífsstíl. Ég vil njóta þess að spila leiki."

„Það gæti gerst hjá Chelsea, sem er fyrsti kostur minn, eða annars staðar. Ef ég þarf að taka ákvörðun þá geri ég það, alveg eins og þegar ég fór frá Arsenal."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner