Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 15. október 2019 15:05
Magnús Már Einarsson
Gústi nýr þjálfari Gróttu - Gummi aðstoðarþjálfari (Staðfest)
Frá undirskrift í dag.
Frá undirskrift í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Ágúst Gylfason.
Ágúst Gylfason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Gylfason er nýr þjálfari Gróttu en þetta var tilkynnt á fréttamannafundi á Vivaldi-vellinum nú rétt í þessu. Ágúst skrifaði undir þriggja ára samning og mun stýra Gróttu á fyrsta tímabili félaginu í efstu deild næsta sumar.

Breiðablik nýtti sér uppsagnarákvæði í samningnum hjá Ágústi á dögunum og í kjölfarið fór Óskar Hrafn Þorvaldsson frá Gróttu í Breiðablik líkt og aðstoðarmaður hans Halldór Árnason.

Ágúst tekur nú við af Óskari hjá Gróttu og Guðmundur Steinarsson verður aðstoðarþjálfari hans. Guðmundur var einnig aðstoðarþjálfari með Ágústi hjá Breiðabliki.

Ágúst hefur undanfarin tvö ár endað í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar með Breiðablik en liðið fór einnig í úrslit Mjólkurbikarsins í fyrra.

Áður en Ágúst tók við Breiðabliki hafði hann þjálfað Fjölni í sex ár en undir hans stjórn vann liðið næstefstu deild árið 2013. Guðmundur var aðstoðarþjálfari síðasta árið hjá Ágústi í Fjölni.

„Ég vil þakka traustið að fá að taka við Gróttu liðinu ásamt Guðmundi Steinarssyni. Okkur er veitt það traust að koma hér og stýra þessu unga og góða liði Gróttu. Þetta verður áskorun fyrir okkur alla, stuðningsmenn og alla í kringum félagið. Við erum til í slaginn og næsta sumar verður skemmtilegt. Við ætlum að standa okkur vel og gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda liðinu uppi. Ég gæti ekki verið spenntari en ég er núna," sagði Ágúst Gylfason eftir undirskrift.

„Það er tekið við nýtt upphaf með nýju þjálfaratemi sem við bindum miklar vonir við," sagði Birgir Tjörvi Pétursson formaður knattspyrnudeildar Gróttu eftir undirskrift.

Viðtal við Ágúst birtist á Fótbolta.net innan tíðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner