Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 15. október 2019 20:23
Brynjar Ingi Erluson
Matip byrjaður að æfa - Klár fyrir stórleikinn?
Joel Matip er byrjaður að æfa
Joel Matip er byrjaður að æfa
Mynd: Getty Images
Kamerúnski varnarmaðurinn Joel Matip er byrjaður að æfa á ný eftir meiðsli en Liverpool mætir Manchester United í stórleik á sunnudaginn í ensku úrvalsdeildinni.

Matip og Virgil van Dijk hafa myndað öflugt miðvarðapar hjá Liverpool en Matip hefur misst af síðustu tveimur leikjum vegna meiðsla.

Hann var valinn leikmaður septembermánaðar í kosningu hjá leikmannasamtökunum og því afar mikilvægur í vörn Liverpool.

Nú er útlit fyrir að hann nái leiknum gegn Manchester United en hann er byrjaður að æfa með aðalliðinu.

Afar jákvæðar fréttir fyrir Liverpool en liðið hefur unnið alla átta leiki sína í deildinni og er á toppnum á meðan Manchester United er í 12. sæti með 9 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner