þri 15. október 2019 20:48
Brynjar Ingi Erluson
Undankeppni EM: Rodrigo bjargaði Spánverjum - Sviss vann Írland
Spánverjar skoruðu undir lok leiks
Spánverjar skoruðu undir lok leiks
Mynd: Getty Images
Línur eru að skýrast í undankeppni Evrópumótsins en Svíþjóð og Spánn gerður 1-1 jafntefli á Friends-Arena í Stokkhólmi. Spánn er komið á EM.

Í D-riðli vann Sviss mikilvægan 2-0 sigur á Írlandi en Haris Seferovic kom heimaönnum yfir á 16. mínútu leiksins. Ricardo Rodriguez gat bætt við marki á 77. mínútu en klúðraði þá vítaspyrnu.

Það kom ekki að sök. Sviss bætti við marki í uppbótartíma en Shane Duffy varð þá fyrir því óláni að koma boltanum í eigið net og góður sigur Sviss í höfn. Sviss er með 11 stig í 3. sæti D-riðils en Danmörk og Írland eru í efstu tveimur sætunum með 12 stig.

Gíbraltar skoraði þá fyrstu mörk sín í undankeppninni í 3-2 tapi gegn Georgíu.

Í F-riðli voru Svíar ansi nálægt því að vinna Spánverja. Svíar léku glimrandi vel í fyrri hálfleik og fengu nokkur góð tækifæri en besta færið var frá Robin Quaison sem átti laglegt skot en De Gea átti markvörslu á heimsmælikvarða.

Marcus Berg kom Svíum yfir í síðari hálfleik með skalla en De Gea hafði varið tvisvar áður en Berg náði að skalla bolann í netið af marklínunni. De Gea fór meiddur af velli nokkrum mínútum síðar.

Spánverjar gáfust ekki upp og uppskáru þeir jöfnunarmark í uppbótartíma en þar var að verki Rodrigo. Mikilvægt mark Spánverja og liðið með 20 stig á toppnum en Svíar með 15 stig í 2. sæti. Spánn er komið á EM, þar sem Svíþjóð og Rúmenía eiga eftir að mætast.

Rúmenía gerði þá 1-1 jafntefli við Noreg. Liðið fékk gullið tækifæri til að koma sér í hóp með Svíum og Spánverjum en Alexander Sorloth sá til þess að það gerðist ekki með jöfnunarmarki undir lokin.

Ítalía er búið að tryggja sæti sitt á EM en liðið mætti Liechtenstein í kvöld. Ítalska liðið skoraði fimm mörk en Andrea Belotti gerði tvö og þá komust þeir Federisco Bernardeschi, Alessio Romagnoli og Stephan El Shaarawy allir á blað.

Grikkland vann Bosníu 2-1 í sama riðli. Frábærar fréttir fyrir Finnland sem þarf nú aðeins að vinna Liechtenstein til að komast á EM.

Úrslit og markaskorarar:

D-riðill:
Sviss 2 - 0 Írland
1-0 Haris Seferovic ('16 )
1-0 Ricardo Rodriguez ('77 , Misnotað víti)
2-0 Shane Duffy ('90 , sjálfsmark)

Gíbraltar 2 - 3 Georgía
0-1 Giorgi Kharaishvili ('10 )
0-2 Jaba Kankava ('21 )
1-2 Kyle Casciaro ('67 )
2-2 Roy Chipolina ('74 )
2-3 Giorgi Kvilitaia ('84 )

F-riðill:
Svíþjóð 1 - 1 Spánn
1-0 Marcus Berg ('50 )
1-1 Rodrigo ('90 )

Rúmenía 1 - 0 Noregur
0-0 George Puscas ('52 , Misnotað víti)
1-0 Alexandru Mitrita ('62 )
1-1 Alexander Sorloth ('90 )

Færeyjar 1 - 0 Malta
1-0 Rogvi Baldvinsson ('71 )

G-riðill:
Ísrael 3 - 1 Lettland
1-0 Munas Dabbur ('16 )
2-0 Diaa Sabia ('26 )
2-1 Vladimirs Kamess ('40 )
3-1 Munas Dabbur ('42 )

J-riðill:
Liechtenstein 0 - 5 Ítalía
0-1 Federico Bernardeschi ('2 )
0-2 Andrea Belotti ('70 )
0-3 Alessio Romagnoli ('77 )
0-4 Stephan El Shaarawy ('82 )
0-5 Andrea Belotti ('90 )

Grikkland 2 - 1 Bosnia Herzegovina
1-0 Vangelis Pavlidis ('30 )
1-1 Amer Gojak ('35 )
2-1 Adnan Kovacevic ('88 , sjálfsmark)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner