Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 15. október 2021 13:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: KA 
Igor Kostic ráðinn í þjálfarateymi KA
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
KA hefur ráðið Igor Bjarna Kostic til félagsins og kemur hann inn í þjálfarateymi meistaraflokks. Igor var síðast þjálfari Hauka í 2. deild og leiddi afreskþjálfun hjá félaginu.

Ásamt því að vera í meistaraflokksteyminu mun Igor vinna í afreksstarfi félagsins.

Þar áður starfaði Igo hjá norska knattspyrnusambandinu og var á árunum 2015-2019 yfirmaður akademíunnar hjá Ullensaker/Kisa Football í Noregi.

„Á nýliðnu sumri jafnaði KA sinn besta árangur frá Íslandsmeistaraárinu 1989 er liðið endaði í 4. sæti efstudeildar. Á komandi tímabili ætlum við okkur enn stærri hluti og teljum við ráðningu Igors Bjarna mikilvægt skref í því ferli að efla leikgreiningu og vinnslu tölfræði hjá félaginu auk þess sem reynsla hans og þekking mun nýtast í að byggja upp enn fleiri efnilega leikmenn í yngri flokkum félagsins," segir í frétt á KA.is.

Igor mun hefja störf hjá KA þann 1. nóvember. Igor er sonur Luka Kostic sem margir kannast við.
Athugasemdir
banner
banner
banner