Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 15. október 2021 11:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Messi skaut á dómarann: Eins og hann geri þetta vísvitandi
Messi ræðir við dómara leiksins í nótt.
Messi ræðir við dómara leiksins í nótt.
Mynd: EPA
Argentína vann 1-0 sigur á Perú í undankeppni fyrir HM í nótt. Lautaro Martinez skoraði eina mark leiksins á markamínútunni, þeirri 43. á heimavelli í nótt.

Brasilíumaðurinn Wilton Sampaio dæmdi leikinn og var fyrirliði Argentínu, Lionel Messi, ekki sáttur með hans störf í nótt.

Argentínumenn vildu fá víti þegar stigið var á Lautaro í fyrri hálfleik og svo dæmdi Sampaio víti á Argentínu í seinni hálfleik. Yoshimar Yotun náði ekki að nýta vítaspyrnuna heldur þrumaði í slána.

Messi setti inn á færslu á Instagram eftir leikinn þar sem hann segir: „Dómarinn gerir þetta alltaf þegar hann dæmir hjá okkur, hann virðist gera þetta viljandi."

Argentína er í öðru sæti í Suður-Ameríku riðlinum og er liðið komið langleiðina með að tryggja sér sæti á HM í Katar.






Athugasemdir
banner
banner
banner