Nóg af Amorim tengdu slúðri - Arsenal horfir til Bayern - Chelsea horfir til Lecce - Gerrard ætlar að berjast
   þri 15. október 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hættir sem framkvæmdastjóri til að einbeita sér að þjálfun
Nicky Butt.
Nicky Butt.
Mynd: Getty Images
Nicky Butt, fyrrum leikmaður enska landsliðsins, hefur ákveðið að hætta sem framkvæmdastjóri Salford sem er í ensku D-deildinni.

Butt á hlut í félaginu ásamt gömlum félögum sínum úr Manchester United. Þar á meðal eru Gary Neville, Ryan Giggs og Paul Scholes.

Butt, sem spilaði á sínum tíma 39 landsleiki fyrir England, hefur starfað sem framkvæmdastjóri félagsins undanfarið. Hann ætlar að hætta í því starfi og fara aftur að einbeita sér að þjálfun.

„Ég hef nýverið áttað mig á því hversu mikið ég hef saknað þjálfunar og að þróa leikmenn áfram," segir Butt.

Butt starfaði frá 2012 til 2021 við þjálfun í akademíu Man Utd.
Athugasemdir
banner
banner
banner