 
                        
                                                                                                                
                        
                                    
                                                    
                
                                                                
                Það var baulað hátt þegar þjóðsöngur Íslands var spilaður fyrir landsleikinn gegn Tyrklandi í gær.
                
                
                                    Tyrkneskir áhorfendur bauluðu hástöfum er lofsöngur Íslendinga var spilaður.
„Varla hægt að heyra í íslenska þjóðsöngnum fyrir bauli.. baulað samfleytt á meðan okkar söngur var spilaður," skrifaði Elvar Geir Magnússon í textalýsingu Fótbolta.net.
Gylfi Þór Sigurðsson, fyrirliði Íslands í leiknum, var spurður út í þetta eftir leikinn.
„Það skipti okkur engu máli. Við bjuggumst alveg við því að þeir myndu ekki hafa hljóð og hlusta á þjóðsönginn. Svona er þetta bara," sagði Gylfi.
Leikurinn í gær endaði með markalausu jafntefli sem þýðir að Ísland þarf að fara í umspil til að eiga möguleika á því að komast í lokakeppni EM 2020.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
         
     
             
                    
        
         
                        
        
         
                                                                        
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                    
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                
