Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 15. nóvember 2020 15:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tekst Kolbeini eða Gylfa að bæta markametið?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Sigþórsson var ónotaður varamaður er Ísland tapaði 2-1 í úrslitaleik um sæti á EM á næsta ári í Ungverjalandi.

Kolbeinn mun þó líklega koma við sögu í Þjóðadeildarleikjunum gegn Danmörku og Englandi og fær hann þar tækifæri til að bæta markamet íslenska landsliðsins.

Kolbeinn er markahæstur í sögu landsliðsins ásamt Eiði Smára Guðjohnsen. Þeir eru komnir með 26 mörk, Kolbeinn skoraði þau í 59 leikjum en Eiður í 88 leikjum.

Gylfi Þór Sigurðsson gæti einnig bætt markametið enda er hann kominn með 25 mörk í 77 leikjum.

Ísland spilar við Danmörku í kvöld og England á miðvikudaginn.
Athugasemdir
banner
banner