Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 15. nóvember 2022 21:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hazard: Af hverju er alltaf verið að orða mig við Chelsea?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Eden Hazard leikmaður Real Madrid hefur ekki náð að sína sitt rétta andlit hjá félaginu síðan hann fór til Spánar frá Chelsea árið 2019.


Hann hefur leikið 72 leiki í öllum keppnum, skorað sjö mörk og lagt upp ellefu en hann hefur verið að kljást mikið við meiðsli. Hann hefur aðeins komið við sögu í sex leikjum á þessari leiktíð.

Þrátt fyrir það er hann valinn í landsliðshópinn hjá Belgíu sem mætir til leiks á HM í Katar í næstu viku.

Samningur hans við Real Madrid rennur út sumarið 2024 en hann segist ekki á faraldsfæti í janúar að minnsta kosti.

„Ég mun ekki yfirgefa Real Madrid í janúar. Það gæti gerst í sumar, það er í höndum félagsins ef þeir vilja að ég fari mun ég samþykkja það," sagði Hazard í viðtali hjá spænska miðlinum Marca.

Hann segir að það hafi aldrei komið til greina að fara til Chelsea aftur.

„Chelsea hefur aldrei haft samband, af hverju er alltaf verið að orða mig við Chelsea? Í sannleika sagt hef ég ekki hugmynd," sagði Hazard.


Athugasemdir
banner
banner