Kantmaðurinn Anwar El Ghazi ætlar að lögsækja þýska úrvalsdeildarfélagið Mainz eftir að hann var rekinn frá félaginu núna fyrir stuttu síðan.
El Ghazi skrifaði undir hjá Mainz í september en hann var ekki lengi hjá félaginu. Hann kom aðeins við sögu í þremur leikjum með Mainz áður en félagið ákvað að rifta samningi hans vegna færslu á samfélagsmiðlum.
Í færslunni studdi El Ghazi við Palestínu í átökunum sem eru í gangi við landamæri Ísrael og Palestínu, en sú færsla fór ekki vel í stjórnendur Mainz.
El Ghazi er ósáttur við brottreksturinn og hefur núna ráðið sér lögmann. Hann ætlar að fara með málið fyrir dómstóla.
Brottreksturinn gæti verið ólögmætur og þá gæti El Ghazi átt rétt á miskabætum.
Athugasemdir