Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
banner
   lau 15. nóvember 2025 18:00
Brynjar Ingi Erluson
Arna og Sædís lentu í öðru sæti - Jafnt hjá Kötlu
Kvenaboltinn
Sædís Rún spilaði í sigri Vålerenga
Sædís Rún spilaði í sigri Vålerenga
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Arna Eiríksdóttir og Sædís Rún Heiðarsdóttir byrjuðu báðar í síðasta deildarleik tímabilsins í Noregi er Vålerenga lagði Roa að velli, 1-0, á heimavelli í dag.

Það var vitað fyrir lokaumferðina að Vålerenga myndi hafna í öðru sæti.

Brann varð Noregsmeistari og var stefna Vålerenga að klára deildina með stæl.

Liðið vann fjórða deildarleikinn í röð í dag og spiluðu Arna og Sædís báðar leikinn. Þær byrjuðu en Arna fór af velli í síðari hálfleiknum.

Vålerenga kláraði deildina með 67 stig, en tímabilinu er þó ekki lokið hjá norska liðinu því það mun halda áfram að spila í deildarkeppni Meistaradeildarinnar og þá er bikarúrslitaleikur gegn Rosenborg á næsta leiti.

Katla Tryggvadóttir kom inn af bekknum hjá Fiorentina sem gerði 1-1 jafntefli við Parma í Seríu A. Fiorentina er í öðru sæti með 11 stig eftir sex leiki.

Andrea Thorisson var fyrirliði Bollstånas sem tapaði fyrir Trelleborg, 3-1, í sænsku B-deildinni. Úrslitin þýða það að liðið er fallið niður í C-deildina en liðið var í þriðja neðsta sæti með 21 stig, stigi frá öruggu sæti.

Telma Sif Búadóttir byrjaði hjá Österbro sem tapaði fyrir ASA Aarhus, 2-0, í dönsku B-deildinni. Österbro er í 4. sæti með 18 stig.

Ingibjörg Sigurðardóttir og stöllur hennar í Freiburg eru úr leik í þýska bikarnum eftir 3-1 tap gegn Wolfsburg í 16-liða úrslitum keppninnar í dag. Hún sat allan tímann á varamannabekk Freiburg.

Bergrós Ásgeirsdóttir byrjaði hjá Aarau sem tapaði fyrir Basel, 1-0, í svissnesku úrvalsdeildinni. Aarau er í næst neðsta sæti með 3 stig eftir tíu leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner