Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
   lau 15. nóvember 2025 16:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Varsjá
Líklegt byrjunarlið Íslands í Varsjá - Verða breytingar?
Daníel Tristan á æfingunni fyrir leik.
Daníel Tristan á æfingunni fyrir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hvernig verður liðið hjá Arnari?
Hvernig verður liðið hjá Arnari?
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland mætir á morgun Úkraínu í úrslitaleik um sæti í umspilinu fyrir HM. Leikurinn er heimaleikur Úkraínu en spilað er í Póllandi. Leikurinn hefst klukkan 17:00 að íslenskum tíma.

Við settum saman líklegt byrjunarlið Íslands fyrir leikinn og við spáum því að það verði ein breyting á liðinu frá síðasta leik.

Fyrir fram teljum við að líklegustu mennirnir til að víkja úr byrjunarliðinu væru þeir Jóhann Berg Guðmundsson og Kristian Nökkvi Hlynsson.

Þeir komu inn í byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan á fimmtudag. Við spáum því að Kristian Nökkvi Hlynsson byrji á bekknum á morgun.

Við spáum því að Albert Guðmundsson færist út til vinstri og Daníel Tristan Guðjohnsen komi inn í framlínuna. Jón Dagur Þorsteinsson og Logi Tómasson eru aðrir sem eru líklegir til að koma inn í liðið, en Logi hefur reyndar verið að glíma við veikindi.


Athugasemdir
banner
banner