Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
   lau 15. nóvember 2025 16:30
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið dagsins: Oyarzabal leiðir sókn Spánverja
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það eru fjórir leikir að hefjast í undankeppni Evrópuþjóða fyrir HM og hafa byrjunarliðin verið tilkynnt.

Spánverjar geta tryggt sér sæti á HM með sigri gegn Georgíu en þeir eru með fullt hús stiga og 15-0 í markatölu sem stendur. Georgía þarf hins vegar á sigri að halda til að eiga einhvern möguleika á því að stela öðru sætinu af Tyrklandi.

Spánn mætir til leiks með sterkt byrjunarlið þar sem má finna ýmsa leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni. Ferran Torres, Álex Baena og Mikel Oyarzabal leiða sóknarlínuna með Fermín López, Yeremy Pino og Dani Olmo meðal varamanna.

Í byrjunarliði Georgíu eru stjörnuleikmennirnir Giorgi Mamardashvili og Khvicha Kvaratskhelia en framherjinn öflugi Georges Mikautadze er ekki með vegna meiðsla.

Tyrkir geta tryggt sér annað sæti E-riðils með sigri gegn botnliði Búlgaríu í dag. Tyrkir mæta til leiks með sterkt byrjunarlið þar sem má finna menn á borð við Hakan Calhanoglu, Arda Güler og Kenan Yildiz.

Wales heimsækir smáþjóð Liechtenstein og eru Karl Darlow, Neco Williams, Daniel James og Ethan Ampadu, fjórir leikmenn Leeds United, allir í byrjunarliðinu.

Wales þarf sigur í Liechtenstein til þess að eiga hreinan úrslitaleik við Norður-Makedóníu um annað sæti J-riðils.

Að lokum getur Austurríki farið langleiðina með að tryggja sér toppsæti H-riðils með sigri gegn Kýpur í kvöld. Marko Arnautovic leiðir sóknarlínuna og ber fyrirliðabandið.

Georgía: Mamardashvili, Gocholeishvili, Lochoshvili, Goglichidze, Mamuchashvili, Tabatadze, Mekvabishvili, Kiteishvili, Davitashvili, Zivzivadze, Kvaratskhelia

Spánn: Simon, Porro, Cubarsi, Laporte, Cucurella, Merino, Zubimendi, Ruiz, Torres, Baena, Oyarzabal



Wales: Darlow, Williams, Rodon, Lawlor, Dasilva, Thomas, Justin, Ampadu, James, Broadhead, Harris



Tyrkland: Cakir, Celik, Demiral, Bardakci, Kadioglu, Calhanoglu, Yuksek, Aydin, Guler, Yildiz, Akturkoglu



Austurríki: A.Schlager, Posch, Danso, Lienhart, X.Schlager, Laimer, Seiwald, Schmid, Baumgartner, Sabitzer, Arnautovic
Athugasemdir
banner