Írar heimsækja Ungverjaland á morgun og þurfa á sigri að halda í baráttunni um annað sæti F-riðils í undankeppni HM.
Heimir Hallgrímsson er landsliðsþjálfari Íra og var útlit fyrir að lærlingar hans ættu ekki mikla möguleika á að hreppa annað sætið, en þeim tókst að sigra óvænt 2-0 gegn Portúgal á heimavelli á fimmtudaginn.
Chiedozie Ogbene byrjaði í fremstu víglínu og lék lykilhlutverk gegn Portúgölum.
„Við verðum að mæta til Ungverjalands með gott jafnvægi því við þurfum að ná í sigur. Þetta er allt eða ekkert. Við getum ekki farið þangað til að spila upp á jafntefli útaf því að það hjálpar okkur ekki, við verðum að vinna þennan leik," segir Ogbene um leikinn gegn Ungverjum.
„Við vitum að þetta verður erfitt og Ungverjarnir vita að við þurfum að sigra þá. Þeir munu gera allt í sínu valdi til að pirra okkur."
Cristiano Ronaldo fékk rautt spjald gegn Írum en það var hans fyrsta rauða spjald á ferlinum. Hann fékk spjaldið fyrir að gefa varnarmanni Írlands olnbogaskot í pirringskasti.
„Hann var pirraður, þetta getur komið fyrir hvern sem er. Cristiano Ronaldo er einn af bestu leikmönnum í heimi, ef ekki sá besti, og þetta kom fyrir hann. Strákarnir eiga hrós skilið fyrir að hafa varist vel."
Athugasemdir


