Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
banner
   lau 15. nóvember 2025 16:00
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni HM: Belgía gerði jafntefli við Kasakstan
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Kasakstan 1 - 1 Belgía
1-0 Dastan Satpaev ('9 )
1-1 Hans Vanaken ('48 )
Rautt spjald: Islam Chesnokov, Kasakstan ('79)

Kasakstan og Belgía áttust við í fyrsta leik dagsins í undankeppni Evrópuþjóða fyrir HM og tóku heimamenn forystuna snemma leiks.

Dastan Satpaev skoraði markið og var fyrri hálfleikurinn nokkuð jafn. Belgar komust ekki mikið áleiðis og virtist Kasökum líða vel í varnarleiknum þar sem þeir beittu skyndisóknum sem sköpuðu usla.

Kasakar leiddu í hálfleik en Hans Vanaken jafnaði fyrir Belga strax í upphafi síðari hálfleiks eftir undirbúning frá Timothy Castagne.

Það var aðeins eitt lið á vellinum í síðari hálfleik en einhvern veginn tókst Belgum ekki að skora annað mark. Temirlan Anarbekov átti stórleik á milli stanga heimamanna og fékk Islam Chesnokov að líta beint rautt spjald á lokakaflanum.

Tíu Kasakar héldu út gegn Belgum svo lokatölur urðu 1-1.

Belgía er áfram á toppi J-riðils og nægir jafntefli á heimavelli gegn Liechtenstein í lokaumferðinni til að tryggja sér sæti á lokamótinu.

Belgar eru með 15 stig fyrir lokaumferðina, tveimur stigum fyrir ofan Norður-Makedóníu og með talsvert betri markatölu.
Athugasemdir
banner