Ísland mætir Úkraínu í Varsjá á morgun, leikurinn hefst klukkan 17:00 að íslenskum tíma og fer fram á pólska herstöðvarleikvanginum, Polish Army Stadium, sem er heimavöllur Legia Varsjá og er kenndur við Józef Pilsudski sem var lykilmaður í því að Pólland fékk sjálfstæði árið 1918.
Leikvangurinn tekur rúmlega 30 þúsund manns í sæti og er samkvæmt Wikipedia fimmti stærsti leikvangurinn í pólsku úrvalsdeildinni. Legia er eitt af stórliðunum í Póllandi, félagið hefur 15. sinnum orðið pólskur meistari, síðast árið 2021.
Úkraína hefur spilað heimaleiki sína í Póllandi síðustu misseri eftir að Rússland gerði innrás inn í Úkraínu.
Íslenska landsliðið æfði á vellinum í dag.
Leikvangurinn tekur rúmlega 30 þúsund manns í sæti og er samkvæmt Wikipedia fimmti stærsti leikvangurinn í pólsku úrvalsdeildinni. Legia er eitt af stórliðunum í Póllandi, félagið hefur 15. sinnum orðið pólskur meistari, síðast árið 2021.
Úkraína hefur spilað heimaleiki sína í Póllandi síðustu misseri eftir að Rússland gerði innrás inn í Úkraínu.
Íslenska landsliðið æfði á vellinum í dag.
Leikurinn er úrslitaleikur um sæti í umspilinu fyrir HM. Ísland er fyrir ofan Úkraínu á markatölu og kemst í umspilið með jafntefli eða sigri á morgun.
Fyrri leikur liðanna í riðlinum endaði með 3-5 útisigri Úkraínu á Laugardalsvelli í ansi áhugaverðum leik þar sem Úkraína skoraði úr fimm af sex skotum sínum í leiknum.
Ísland mætti Úkraínu í Póllandi fyrir rúmlega einu og hálfu ári síðan. Það var úrslitaleikur í umspilinu fyrir EM 2024 og Úkraína vann þá endurkomusigri í Wroclaw.
Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, ræddi við Fótbolta.net í dag og hann var spurður út í völlinn.
„Þetta er virkilega flottur völlur, það eru tveir stórglæsilegir vellir hér í Varsjá. Maður öfundar þá, það eru virkilega margir góðir vellir hér í Póllandi," segir Toddi.
Landslið karla - HM 2026
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. Frakkland | 5 | 4 | 1 | 0 | 13 - 3 | +10 | 13 |
| 2. Ísland | 5 | 2 | 1 | 2 | 13 - 9 | +4 | 7 |
| 3. Úkraína | 5 | 2 | 1 | 2 | 8 - 11 | -3 | 7 |
| 4. Aserbaísjan | 5 | 0 | 1 | 4 | 2 - 13 | -11 | 1 |
Athugasemdir


