Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 15. desember 2019 17:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hræðilegur hálfleikur fyrir Arsenal"
Manchester City leiðir gegn Arsenal, 0-3, á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. Þegar þetta er skrifað er hálfleikur í viðureign liðanna.

Kevin de Bruyne hefur skorað tvö mörk og Raheem Sterling, varnarleikur Arsenal hefur ekki verið góður.

„Þetta var hræðilegur hálfleikur fyrir Arsenal - líflaust lið, Freddie Ljungberg líflaus og stuðningsmenn líflausir, hver getur samt gagnrýnt (stuðningsmennina) þá?" Skrifaði Phil McNulty þegar flautað var til hálfleiks. Phil skrifar hjá BBC.

„City hefur komið fram við Arsenal eins og þeir myndu gera við utandeildarlið."

„Mér finnst framkoma stuðningsmanna Arsenal (baul) skiljanleg,"
skrifaði McNulty að lokum.
Athugasemdir
banner
banner