Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 16. janúar 2020 20:57
Ívan Guðjón Baldursson
Reece James skrifar undir nýjan samning
Mynd: Getty Images
Bakvörðurinn ungi Reece James er búinn að skrifa undir nýjan fimm og hálfs árs samning við Chelsea. Hann er því samningsbundinn félaginu þar til í júní 2025.

James er 20 ára gamall og fékk sitt fyrsta tækifæri í ensku úrvalsdeildinni fyrr í haust. Hann hefur staðið sig vel með Chelsea og er búinn að spila ellefu deildarleiki.

„Það hefur lengi verið draumur minn að vera partur af aðalliði Chelsea og spila hérna í hverri viku. Að skrifa undir svona langan samning er svo sannarlega draumur að rætast," sagði James.

James gerði góða hluti að láni hjá Wigan á síðustu leiktíð og skoraði 3 mörk í 45 deildarleikjum í Championship.
Athugasemdir
banner
banner