Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   fim 16. janúar 2020 20:57
Ívan Guðjón Baldursson
Reece James skrifar undir nýjan samning
Bakvörðurinn ungi Reece James er búinn að skrifa undir nýjan fimm og hálfs árs samning við Chelsea. Hann er því samningsbundinn félaginu þar til í júní 2025.

James er 20 ára gamall og fékk sitt fyrsta tækifæri í ensku úrvalsdeildinni fyrr í haust. Hann hefur staðið sig vel með Chelsea og er búinn að spila ellefu deildarleiki.

„Það hefur lengi verið draumur minn að vera partur af aðalliði Chelsea og spila hérna í hverri viku. Að skrifa undir svona langan samning er svo sannarlega draumur að rætast," sagði James.

James gerði góða hluti að láni hjá Wigan á síðustu leiktíð og skoraði 3 mörk í 45 deildarleikjum í Championship.
Athugasemdir