Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 16. janúar 2021 14:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sir Alex vildi kaupa Henderson en var ráðlagt að gera það ekki
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool.
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool.
Mynd: Getty Images
Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri Manchester United, segist hafa viljað kaupa Jordan Henderson, núverandi fyrirliða Liverpool, þegar hann var stjóri United.

Sir Alex var hins vegar ráðlagt að gera það ekki af læknateymi félagsins.

„Við vorum tilbúnir að gera tilboð í Jordan Henderson þegar hann var hjá Sunderland. Ég talaði við Steve Bruce (sem var stjóri Sunderland) og hann elskaði gaurinn," sagði Ferguson á viðburðinum 'A Team Talk With Legends' þar sem hann og Liverpool goðsögnin Kenny Dalglish voru á meðal gesta.

„Læknateymið okkar var ekki nægilega ánægt með hlaupastílinn hans og taldi að hann gæti leitt til meiðsla."

„Allar sögurnar sem mér er sagt, þær segja mér að ég hafi misst af mjög góðri manneskju."

Henderson fór til Liverpool frá Sunderland og bæði búinn að lyfta Meistaradeildarbikarnum og Englandsmeistarabikarnum með félaginu.
Athugasemdir
banner
banner