Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 16. janúar 2022 12:19
Brynjar Ingi Erluson
„Langbesti varnarmaður landsins þegar hann er á deginum sínum"
Finnur Tómas Pálmason
Finnur Tómas Pálmason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Finnur Tómas Pálmason gekk aftur í raðir KR á dögunum frá sænska félaginu Norrköping en Pálmi Rafn Pálmason, liðsfélagi hans, segir það mikið fagnaðarefni fyrir KR-inga.

Finnur Tómas er tvítugur miðvörður sem steig sín fyrstu skref með KR-ingum árið 2019 eftir að hafa verið á láni hjá Þrótturum í Inkasso-deildinni árið áður.

Varnarmaðurinn ungi var keyptur til Norrköping snemma á síðasta ári en var lánaður til KR síðasta sumar.

Hann rifti samningi sínum við sænska félagið á dögunum og gerði fjögurra ára samning við KR-inga.

Pálmi Rafn, spilandi íþróttastjóri KR, fagnar þessum fréttum og segir hann langbesta varnarmann deildarinnar.

„Það er miklu meira en fínt. Það er algerlega frábært og leið mjög vel þegar ég heyrði þessar frétir," sagði Pálmi í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

„Að mínu viti er hann besti og langbesti varnarmaður landsins þegar hann er á deginum sínum og við vitum að hann eigi alla möguleika á að fara aftur út í atvinnumennsku en við fögnum því svo lengi sem við höfum hann hérna í klúbbnum og vonum að hann spili á því leveli sem hann getur spilað á. Algerlega frábær leikmaður," sagði hann ennfremur.

Finnur Tómas var valinn efnilegasti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar árið 2019 þegar KR varð meistari og spilaði þá með íslenska A-landsliðinu gegn Úganda og Suður-Kóreu á dögunum.
Útvarpsþátturinn - Enska hringborðið og Pálmi Rafn
Athugasemdir
banner
banner
banner