Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 16. janúar 2022 20:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Var drullusama um bekkjarsetu fyrst veskið var þungt
Alex Song fór frá Arsenal til Barcelona.
Alex Song fór frá Arsenal til Barcelona.
Mynd: Getty Images
Alex Song, fyrrum leikmaður Arsenal, segist hafa verið ánægður að sitja á varamannabekknum hjá Barcelona þar sem hann var að þéna milljónir.

Song var öflugur í liði Arsenal áður en hann fékk félagaskipti yfir til Barcelona árið 2012.

Hann spilaði ekki eins mikið í Katalóníu, en honum var alveg sama um það.

„Þegar Barcelona bauð mér samning og ég sá hversu mikið ég myndi þéna, þá hugsaði ég mig ekki tvisvar um. Ég hugsaði með mér að eiginkona mín og börn ættu að lifa þægilegu lífi þegar ferill minn væri á enda," sagði Song í spjalli við Pascal Siakam, leikmaður körfuboltaliðsins Toronto Raptors, á Instagram.

„Ég hitti yfirmann íþróttamála hjá Barcelona og hann sagði mér að ég myndi ekki spila mikið. Mér var drullusama því ég vissi að ég myndi þéna margar milljónir."

Ferill Song fjaraði út eftir dvölina hjá Barcelona. Hann spilaði fyrir West Ham, Rubin Kazan og Sion. Síðast var hann á mála hjá Arta/Solar7 á Djíbútí.
Athugasemdir
banner
banner
banner