sun 16. febrúar 2020 18:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Auðvelt hjá Bayern sem endurheimti toppsætið
Bayern fagnar marki gegn Köln.
Bayern fagnar marki gegn Köln.
Mynd: Getty Images
Sandra María var ekki með vegna meiðsla.
Sandra María var ekki með vegna meiðsla.
Mynd: Mirko Kappes
Bayern München endurheimti toppsætið í þýsku úrvalsdeildinni með sigri á Köln á útivelli í dag.

RB Leipzig komst á toppinn í gær, en var ekki þar lengi. Bayern átti ekki í miklum vandræðum með Köln. Staðan var orðin 3-0 eftir aðeins 12 mínútur.

Serge Gnabry kom Bayern í 4-0 á 66. mínútu með öðru marki sínu. Mark Uth minnkaði muninn fyrir Köln stuttu síðar og lokatölur í Köln 4-1 fyrir Bayern.

Bayern er með eins stigs forystu á toppi deildarinnar eftir 22 leiki. Köln er í 14. sæti.

Í hinum leik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni skildu Mainz og Schalke jöfn, 0-0. Schalke er í sjötta sæti og Mainz í 15. sætinu.

Mainz 0 - 0 Schalke 04

Koln 1 - 4 Bayern
0-1 Robert Lewandowski ('3 )
0-2 Kingsley Coman ('5 )
0-3 Serge Gnabry ('12 )
0-4 Serge Gnabry ('66 )
1-4 Mark Uth ('70 )

Sandra María Jessen spilaði ekki með Bayer Leverkusen í 3-0 tapi gegn Bayern München í dag vegna meiðsla. Leverkusen er í níunda sæti úrvalsdeildar kvenna í Þýskalandi með 13 stig eftir 14 leiki.

Sjá einnig:
Guðlaugur Victor hafði betur gegn Rúrik
Athugasemdir
banner
banner
banner