þri 16. febrúar 2021 17:00
Magnús Már Einarsson
Warnock búinn að fá bóluefni - Hvetur alla til að fara í bólusetningu
Mynd: Getty Images
Neil Warnock, stjóri Middlesbrough, fékk í gær fyrri skammt sinn af bóluefni vegna kórónuveirunnar.

Heilbrigðisyfirvöld í Englandi hvöttu í síðustu viku alla 70 ára og eldri til að bóka tíma í bólusetningu.

Warnock vonast til að allir Englendingar fari í bólusetningu á næstu mánuðum.

„Ég hvet alla til að fara þegar röðin kemur að þeim," sagði Warnock.

„Vonandi er þetta byrjunin á því að við getum byrjað að lifa aftur eðlilega."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner