Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   sun 16. febrúar 2025 22:08
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Antony skoraði og lagði upp gegn Real Sociedad
Antony er kominn með þrjú mörk og eina stoðsendingu í fjórum leikjum með Real Betis.
Antony er kominn með þrjú mörk og eina stoðsendingu í fjórum leikjum með Real Betis.
Mynd: EPA
Vedat Muriqi er kominn með þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum með Mallorca.
Vedat Muriqi er kominn með þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum með Mallorca.
Mynd: EPA
Orri kom ekki við sögu í kvöld.
Orri kom ekki við sögu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brasilíski kantmaðurinn Antony hefur farið gífurlega vel af stað hjá Real Betis þar sem hann leikur á lánssamningi frá Manchester United.

Antony átti ótrúlega erfitt uppdráttar með Rauðu djöflunum í enska boltanum en skoraði og lagði upp í 3-0 sigri Betis gegn Real Sociedad í dag. Orri Steinn Óskarsson var ónotaður varamaður í liði gestanna.

Sociedad tók ekki mikinn þátt í leiknum eftir 20. mínútu þegar varnarmaður liðsins fékk beint rautt spjald fyrir að brjóta af sér sem aftasti varnarmaður. Rauða spjaldið er umdeilt og margir þeirrar skoðunar að gult spjald hefði nægt.

Betis fékk dæmda vítaspyrnu á 33. mínútu en Giovani Lo Celso klúðraði svo staðan hélst markalaus allt þar til í upphafi síðari hálfleiks, þegar Antony skoraði með stórglæsilegu skoti við vítateigslínuna. Boltinn fór í gegnum svakalega þvögu í vítateignum áður en hann endaði í netinu.

Marc Roca, fyrrum miðjumaður FC Bayern og Leeds United, kom inn af bekknum í hálfleik og skoraði tvö mörk til að innsigla sigurinn. Seinna markið sitt skoraði Roca með bylmingsskoti rétt fyrir utan teig á 69. mínútu, eftir einfalda sendingu frá Antony.

Sheraldo Becker fékk að líta beint rautt spjald á 75. mínútu og kláruðu gestirnir í liði Real Sociedad leikinn með 9 leikmenn á vellinum gegn 11. Lokatölur urðu 3-0 fyrir Betis sem klifrar uppfyrir Sociedad á stöðutöflunni.

Betis er núna þremur stigum frá Evrópudeildarsæti, einu stigi fyrir ofan Sociedad.

Fyrr í dag tók Mallorca á móti Las Palmas og skóp þægilegan sigur. Vedat Muriqi skoraði tvennu á fyrsta hálftíma leiksins áður en hinn 36ára gamli Dani Rodríguez innsiglaði sigurinn með þriðja og síðasta marki heimamanna.

Rodríguez lagði einnig fyrsta markið upp og urðu lokatölur 3-1 eftir að Stefan Bajcetic, lánsmaður frá Liverpool, minnkaði muninn fyrir Las Palmas í seinni hálfleik.

Liðin áttust við í sannkölluðum sólarstrandaslag, enda eru Mallorca og Las Palmas afar vinsælir ferðamannastaðir allan ársins hring.

Mallorca er að eiga frábært tímabil og er aðeins einu stigi frá Evrópusæti í deildinni, á meðan Las Palmas er í harðri fallbaráttu.

Real Betis 3 - 0 Real Sociedad
0-0 Giovani Lo Celso ('33 , Misnotað víti)
1-0 Antony ('51 )
2-0 Marc Roca ('64 )
3-0 Marc Roca ('69 )
Rautt spjald: Igor Zubeldia, Real Sociedad ('20)
Rautt spjald: Sheraldo Becker, Real Sociedad ('75)

Mallorca 3 - 1 Las Palmas
1-0 Vedat Muriqi ('7 )
2-0 Vedat Muriqi ('28 )
3-0 Dani Rodriguez ('35 )
3-1 Stefan Bajcetic ('62 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 34 25 4 5 91 33 +58 79
2 Real Madrid 34 23 6 5 69 33 +36 75
3 Atletico Madrid 34 19 10 5 56 27 +29 67
4 Athletic 34 16 13 5 50 26 +24 61
5 Villarreal 34 16 10 8 60 47 +13 58
6 Betis 34 16 9 9 52 42 +10 57
7 Celta 34 13 7 14 52 52 0 46
8 Osasuna 34 10 14 10 42 50 -8 44
9 Vallecano 34 11 11 12 36 42 -6 44
10 Mallorca 34 12 8 14 31 39 -8 44
11 Real Sociedad 34 12 7 15 32 37 -5 43
12 Valencia 34 10 12 12 40 51 -11 42
13 Getafe 34 10 9 15 31 31 0 39
14 Espanyol 34 10 9 15 36 44 -8 39
15 Sevilla 34 9 11 14 37 46 -9 38
16 Girona 34 10 8 16 41 52 -11 38
17 Alaves 34 8 11 15 35 46 -11 35
18 Las Palmas 34 8 8 18 40 56 -16 32
19 Leganes 34 6 13 15 32 51 -19 31
20 Valladolid 34 4 4 26 25 83 -58 16
Athugasemdir
banner
banner