Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 16. mars 2023 17:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alli kemur ekki lengur nálægt liðinu og verður bara upp í stúku
Dele Alli.
Dele Alli.
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn Dele Alli er í frekar vondum málum hjá tyrkneska félaginu Besiktas. Núna hefur hann fengið þau skilaboð að hann muni bara sitja upp í stúku það sem eftir er af tímabilinu.

Alli er 26 ára og gekk í raðir Besiktas á láni frá Everton síðasta sumar og var vonast til þess að skiptin myndu blása lífi í feril hans, eftir mörg erfið ár.

Allt hefur hinsvegar gengið á afturfótunum hjá þessum fyrrum leikmanni Tottenham í Tyrklandi. Hann hefur ekki náð sér á strik og hefur þjálfari liðsins gagnrýnt opinberlega oftar en einu sinni.

Núna segir Takvim í Tyrklandi frá því að Alli komi ekki lengur nálægt aðalliði Besiktas. Senol Gunes, þjálfari liðsins, ætlar ekki að velja hann oftar í hóp á þessu tímabili.

Leikmaðurinn hefur fengið þau skilaboð að hann muni horfa á úr stúkunni það sem eftir lifi tímabils.

Sean Dyche, nýr stjóri Everton, var spurður út í Alli fyrir stuttu. Þá sagði hann: „Við munum bíða og dæma í sumar þegar hann kemur aftur til félagsins."

Það er því ekki útilokað að hinn 26 ára gamli Alli eigi framtíð hjá Everton, þó það sé ólíklegt. Alli hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár og spurning hvort hann nái einhvern tímann að endurreisa sinn feril.

Sjá einnig:
Hvað gerðist hjá Dele Alli? - „Ekki innistæða fyrir því andlega"
Athugasemdir
banner
banner
banner