Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 16. mars 2023 18:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alvarez gerir nýjan samning við Man City (Staðfest)
Mynd: EPA

Julian Alvarez framherji Manchester City hefur skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til ársins 2028.


Þessi 23 ára gamli argentíski framherji gekk til liðs við félagið frá River Plate í heimalandinu í sumar. Hann var í landsliðinu sem varð heimsmeistari í Katar fyrir áramót.

Hann hefur leikið 33 leiki fyrir City og skorað í þeim 10 mörk.

„Ég er gríðarlega stoltur að skrifa undir nýjan samning. Ég hef verið mjög ánægður með fyrsta tímabilið mitt hérna en ég get gert enn betur. Ég veit það og City bíður mér upp á allt svo ég geti náð sem bestum árangri," sagði Alvarez við undirskriftina.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner