fim 16. mars 2023 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Benzema elskar að skora gegn Liverpool
Mynd: EPA
Franski framherjinn Karim Benzema var enn og aftur á skotskónum er hann mætti Liverpool í Meistaradeildinni í gær en hann gerði markið sem skildi liðin að í gær.

Benzema, sem vann hin eftirsóttu Ballon d'Or verðlaun á síðasta ári, skoraði eina markið á 78. mínútu er hann kom boltanum í opið mark eftir sendingu frá Vinicius Junior.

Þetta var sjöunda markið sem Benzema skorar á móti Liverpool og það í einungis átta leikjum. Enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk gegn Liverpool í Evrópukeppni en hann.

Benzema hefur reynst Liverpool gríðarlega erfiður síðustu ár og allt Real Madrid-liðið, en enska liðið vann síðast tímabilið 2008-2009, einmitt tæpu hálfu ári áður en Benzema gekk í raðir félagsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner