fim 16. mars 2023 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Patrik valinn leikmaður ársins hjá sínu félagi
Patrik Sigurður Gunnarsson.
Patrik Sigurður Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmarkvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson var valinn leikmaður ársins hjá norska félaginu Viking fyrir árið 2022.

Frá þessu greinir umboðsmaður hans, Magnús Agnar Magnússon, á samfélagsmiðlum og birtir mynd af markverðinum með verðlaunin sem hann fékk.

Hinn 22 ára gamli Patrik gekk í raðir Viking árið 2021 á láni frá enska félaginu Brentford. Hann samdi í kjölfarið alfarið við félagið og er aðalmarkvörður liðsins.

Hann hefur staðið vaktina í marki liðsins í norsku úrvalsdeildinni undanfarin tímabil og staðið sig vel.

Patrik er í íslenska A-landsliðshópnum sem mætir Bosníu og Liechtenstein í undankeppni EM síðar í þessum mánuði. Það eru fyrstu leikir liðsins í nýrri undankeppni.

Sjá einnig:
Landsliðshópurinn: Enginn Birkir - Sævar Atli fær kallið
Athugasemdir
banner
banner
banner