Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 16. mars 2023 12:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ronaldo áfram í landsliðinu - Kemur hann til Reykjavíkur?
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo er ekki hættur með landsliðinu þrátt fyrir að spila fótbolta í Sádí-Arabíu nú til dags.

Ronaldo yfirgaf Manchester United undir lok síðasta árs og samdi við Al Nassr í Sádí-Arabíu. Hann er núna launahæsti íþróttamaður sögunnar.

Þrátt fyrir að hafa tekið þetta skref þá verður Ronaldo áfram í portúgalska landsliðinu.

Hinn 38 ára gamli Ronaldo vildi lítið tjá sig um framtíð sína með landsliðinu eftir að Portúgal féll úr leik á HM í Katar, en samkvæmt The Athletic verður hann í hópnum fyrir fyrstu leiki liðsins í undankeppni EM. Roberto Martinez er tekinn við Portúgal og mun velja Ronaldo í hópinn.

Ronaldo er búinn að spila 196 A-landsleiki fyrir Portúgal þessa stundina og þarf bara einn leik í viðbót til að verða leikjahæsti landsliðsmaður sögunnar.

Hann getur svo skrifað sig á spjöld sögunnar gegn Íslandi í sumar ef hann verður með í því verkefni líka.
Athugasemdir
banner
banner