Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 16. apríl 2021 22:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eiður og Hasselbaink á stjörnuprýddum lista
Hasselbaink og Eiður Smári.
Hasselbaink og Eiður Smári.
Mynd: Getty Images
Séfræðingar BBC völdu á dögunum tíu bestu framherjatvennur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Fyrrum ensku landsliðsmennirnir Gary Lineker, Alan Shearer og Micah Richards komu saman í hlaðvarpi á vegum BBC og völdu saman listann.

Þarna er verið að tala um tíu framherjatvennur sem unnu mjög vel saman.

Í tíunda sæti listans er enginn annar en Eiður Smári Guðjohnsen með Jimmy Floyd Hasselbaink. Þeir léku saman hjá Chelsea og náðu einstaklega vel saman.

„Þeir skildu hvorn annan - þeir voru snöggir og gáfaðir. Guðjohnsen gat farið í stutta spilið og tengt saman við miðjumennina. Hasselbaink var gríðarlega sterkur og gat haldið mönnum frá sér. Svo var hann með öflugt skot," sagði Shearer.

„Guðjohnsen leigði hús af mér. Hann var góður gaur. Sem leikmaður var hann fágaður en ég hefði viljað sjá hann skora aðeins fleiri mörk," sagði Richards.

Hægt er að skoða listann í heild sinni hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner