Juve reynir við Kolo Muani og Zirkzee - Mateta orðaður við Spurs - Fundað um Maguire
   fim 29. janúar 2026 13:29
Elvar Geir Magnússon
Úlfarnir búnir að samþykkja tilboð Palace
Mynd: EPA
Úlfarnir hafa samþykkt að selja norska sóknarmanninn Jörgen Strand Larsen til Crystal Palace fyrir um 50 milljónir punda.

Umboðsmaðurinn Jorge Mendes hefur séð um viðræðurnar fyrir hönd Wolves.

Strand Larsen verður dýrasti leikmaður í sögu Palace, toppar 35 milljóna punda kaup félagsins á Brennan Johnson frá Tottenham fyrr í þessum mánuði.

Síðasta sumar reyndi Newcastle að kaupa Strand Larsen en 55 milljóna punda tilboði var hafnað.

Úlfarnir eru í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og vita að verðmiðinn á norska landsliðsmanninum hríðfellur þegar liðið fellur.

Úlfarnir keyptu Strand Larsen fyrir 23 milljónir punda eftir að hann hafði skorað 14 mörk eftir að hafa komið á láni frá Celta Vigo.

Nú þegar Palace er að fá Strand Larsen aukast líkurnar á því að Jean-Philippe Mateta verði seldur. Juventus og AC Milan hafa sýnt Mateta áhuga og þá lagði Nottingham Forest fram tilboð í hann á dögunum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 23 15 5 3 42 17 +25 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 23 14 4 5 35 25 +10 46
4 Man Utd 23 10 8 5 41 34 +7 38
5 Chelsea 23 10 7 6 39 25 +14 37
6 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 23 10 3 10 35 32 +3 33
9 Newcastle 23 9 6 8 32 29 +3 33
10 Everton 23 9 6 8 25 26 -1 33
11 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 23 7 7 9 24 28 -4 28
16 Leeds 23 6 8 9 31 38 -7 26
17 Nott. Forest 23 7 4 12 23 34 -11 25
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner