Roberto De Zerbi, stjóri Marseille, er undir mikilli pressu eftir að liðið féll úr leik í Meistaradeildinni í gær.
Franski miðillinn RMC Sport greinir frá því að hann sé ekki á æfingasvæði félagsins til að undirbúa liðið fyrir leik gegn Paris FC í frönsku deildinni á laugardaginn en það eru viðræður í gangi um næstu skref.
Franski miðillinn RMC Sport greinir frá því að hann sé ekki á æfingasvæði félagsins til að undirbúa liðið fyrir leik gegn Paris FC í frönsku deildinni á laugardaginn en það eru viðræður í gangi um næstu skref.
Marseille tapaði gegn Club Brugge í gær en Benfica komst áfram á kostnað franska liðsins eftir að Anatoliy Trubin, markvörður Benfica, skoraði dýrmætt mark í blálokin í 4-2 sigri gegn Real Madrid.
De Zerbi tók við Marseille árið 2024 eftir tvö ár hjá Brighton. Liðið er í 3. sæti frönsku deildarinnar með 38 stig, sjö stigum á eftir toppliði PSG.
Hann hefur verið orðaður við Man Utd að undanförnu en hann var einnig orðaður við Chelsea áður en Liam Rosenior tók við.
Athugasemdir



