Milan Jezdimirovic hefur skrifað undir samning við ÍBV. Hann er fyrsti serbneski leikmaðurinn sem Serbinn Aleksandar Linta fær til Eyja eftir að hann tók við sem þjálfari liðsins fyrr í þessum mánuði.
Fyrir í hópnum hjá ÍBV var Serbinn Milan Tomic sem kom fyrir síðasta tímabil.
Fyrir í hópnum hjá ÍBV var Serbinn Milan Tomic sem kom fyrir síðasta tímabil.
Á Transfermarkt er hans aðalstaða sögð vera hægri bakvörður. Hann hefur einnig spilað á hægri kantinum og sem varnarsinnaður miðjumaður.
Hann er 29 ára og í tilkynningu ÍBV er hann kynntur sem fjölhæfur leikmaður, líkamlega sterkur og þekktur fyrir taktískan aga.
Samkvæmt Transfemarkt yfirgaf hann Tekstilac í Serbíu eftir tímabilið 2024/25 í serbnesku úrvalsdeildinni og hefur verið án félags síðan. Hann hefur langmest spilað í Serbíu en einnig á Möltu og í Litháen.
Linta þekkir ágætlega til Jezdimirovic því hann fékk hann til Radnicki sumarið 2022 og unnu þeir saman þar í stuttan tíma.
„Að koma til Íslands, sérstaklega til Vestmannaeyja, er ný og spennandi áskorun fyrir mig. Nýtt land, ný menning og nýtt fólk – sem ég hef aðeins heyrt jákvæða hluti um. Ég á nú þegar marga vini á Íslandi, sem gerir þessa flutninga enn sérstakari. Eftir að hafa spilað í Serbíu, Litháen og Möltu verður þetta fjórða landið þar sem ég mun spila á hæsta stigi, eitthvað sem ég er afar stoltur af. Vestmannaeyjar eru fallegur staður, næstum eins og ævintýri, og fjölskylda mín er himinlifandi. Ég hlakka mjög til að ganga til liðs við liðið og gera mitt besta, sem ég vona að muni stuðla að sterkum frammistöðum og jákvæðum árangri fyrir félagið," segir Jezdimirovic í tilkynningu félagsins.
Athugasemdir




