Juve reynir við Kolo Muani og Zirkzee - Mateta orðaður við Spurs - Fundað um Maguire
   fim 29. janúar 2026 19:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Forest og Aston Villa: Fyrsti leikur Elliott í fjóra mánuði
Mynd: Aston Villa
Aston Villa mætir Salzburg í lokaumferð deildarkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld en liðið hefur gulltryggt sér sæti í 16-liða úrslitum.

Harvey Elliott, lánsmaður frá Liverpool, hefur ekki verið inn í myndinni hjá Unai Emery en hann fær tækifæri í byrjunarliðinu í dag. Hann spilaði síðast þann 2. október í 2-0 sigri á Feyenoord. Hann hefur aðeins komið við sögu í fimm leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili.

Hinn 18 ára gamli George Hemmings er í byrjunarliðinu í fyrsta sinn, hann er á miðjunni.

Nottingham Forest mætir Ferencvaros en liðið hefur tryggt sér sæti í umspilinu. Sean Dyche gerir fimm breytingar frá 2-0 sigri gegn Brentford. Zach Abbott, Morato, Ryan Yates, James McAtee og Dan Ndoye koma inn fyrir Ola Aina, Murillo, Elliot Anderson, Callum Hudson-Odoi og Morgan Gibbs-White.

Aston Villa: Martinez, Bogarde, Lindelof, Mings, Digne, Hemmings, Onana, Elliott, Buendia, Sancho, Watkins.
Varamenn: Bizot, Wright, Cash, Konsa, Torres, Maatsen, Rogers, Jimoh-Aloba, Young.

Nottingham Forest: Sels, Abbott, Milenkovic, Morato, Williams, Yates, Sangare, McAtee, Ndoye, Dominguez, Jesus.
Varamenn: Gunn; Willows, Murillo, Hudson-Odoi, Gibbs-White, Bakwa, Aina, Whitehall, Thompson, Sinclair.


Standings provided by Sofascore

Athugasemdir
banner