Juve reynir við Kolo Muani og Zirkzee - Mateta orðaður við Spurs - Fundað um Maguire
banner
   fim 29. janúar 2026 11:30
Elvar Geir Magnússon
Fær fimm leikja bann sem gildir ekki á HM
Pape Thiaw skipaði leikmönnum sínum að yfirgefa völlinn.
Pape Thiaw skipaði leikmönnum sínum að yfirgefa völlinn.
Mynd: EPA
Pape Thiaw, þjálfari senegalska landsliðsins, hefur verið dæmdur í fimm leikja bann. Bannið gildir um leiki á vegum fótboltasambands Afríku og hefur því ekki áhrif á HM undirbúning Senegals.

Thiaw fær bannið fyrir óíþróttamannslega framkomu í úrslitaleik Afríkukeppninnar en þar urðu ótrúlegar uppákomur, eins og fjallað hefur verið um. Senegal vann Marokkó í framlengdum leik.

Marokkó fékk vafasama vítaspyrnu í uppbótartíma venjulegs leiktíma þegar staðan var jöfn og Thiaw skipaði sínu liði að yfirgefa völlinn í mótmælaskyni. Allt var á suðupunkti á leikvangnum og dramatíkinni alls ekki lokið.

Þegar leikmenn skiluðu sér loks aftur á völlinn þá brenndi Marokkó af vítinu og Senegal tryggði sér svo sigur með því að skora eina mark leiksins í framlengingu.

Ismaila Sarr og Iliman Ndiaye, leikmenn Senegals, fengu tveggja leikja bann eftir lætin sem urðu á vellinum. Ismael Saibari, framherji Marokkó, fékk þriggja leikja bann og liðsfélagi hans Achraf Hakimi tveggja leikja.

Eins og áður segir þá gilda þessi leikbönn um leiki á mótum á vegum afríska sambandsins en ekki á HM. Senegal leikur sinn fyrsta leik á HM þann 16. júní gegn Frakklandi og leikur svo við Noreg í annarri umferð riðlakeppninnar.
Athugasemdir
banner
banner