Juve reynir við Kolo Muani og Zirkzee - Mateta orðaður við Spurs - Fundað um Maguire
   fim 29. janúar 2026 19:29
Elvar Geir Magnússon
Níu lið kínversku úrvalsdeildarinnar byrja með mínusstig
Xie Wenneng, leikmaður Shandong Taishan.
Xie Wenneng, leikmaður Shandong Taishan.
Mynd: Meistaradeildin
Þrettán kínversk fótboltafélög hafa fengið stigafrádrátt í kjölfarið á rannsókn á hagræðingu úrslita, veðmálasvindl og spillingu. Félögin fá einnig sekt.

Níu af þessum liðum eru í kínversku úrvalsdeildinni og byrja komandi tímabil með mínusstig. Shanghai Shenhua, sem endaði í öðru sæti á síðasta tímabili, fékk hörðustu refsinguna ásamt Tianjin Tigers en þessi lið byrja með -10 stig.

Í yfirlýsingu stjórnvalda er sagt að með refsingunum er ætlað að viðhalda aga, hreinsa fótboltaumhverfið og uppræta spillingu. Þá er sagt að áfram verði harðar refsingar fyrir brot.

Hagræðing úrslita hefur verið risavandamál í kínverska fótboltanum en í september 2024 voru 43 dómarar og leikmenn dæmdir í lífstíðarbann frá afskiptum af fótbolta.

Li Tie, fyrrum leikmaður Everton, var dæmdur í fangelsi á síðast ári þar sem hann var sakfelldur fyrir að hagræða úrslitum, taka við mútugreiðslum og bjóða mútur til að fá stórt þjálfarastarf.
Athugasemdir
banner
banner