Völsungur átti að mæta Þór Akureyri í Lengjubikarnum á laugardag en leiknum verður frestað vegna manneklu hjá Húsvíkingum.
Völsungur, sem endaði í sjöunda sæti sem nýliði í Lengjudeildinni í fyrra, er ekki að ná í lið og mun leiknum verða frestað um einhverjar vikur samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net.
Völsungur, sem endaði í sjöunda sæti sem nýliði í Lengjudeildinni í fyrra, er ekki að ná í lið og mun leiknum verða frestað um einhverjar vikur samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net.
Þór hefur ákveðið að taka æfingaleik gegn Dalvík/Reyni annað kvöld í staðinn.
Belginn Patrick De Wilde var fyrir áramót kynntur sem nýr þjálfari Völsungs en Aðalsteinn Jóhann Friðriksson lét af störfum til að taka við þjálfun kvennaliðs Þórs/KA.
De Wilde á mjög áhugaverðan feril að baki en þegar hann var kynntur hjá Völsungi sagði hann: „Ég er kominn hingað til að ná árangri og ég er kominn hingað til að vinna titilinn,“ samkvæmt Vikublaðinu
Athugasemdir



