Juve reynir við Kolo Muani og Zirkzee - Mateta orðaður við Spurs - Fundað um Maguire
banner
   fim 29. janúar 2026 20:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalski bikarinn: Dramatískur sigur í frumraun Hlínar
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fiorentina fékk AC Milan í heimsókn í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum ítalska bikarsins í kvöld. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum.

Hlín Eiríksdóttir gekk til liðs við Fiorentina á þriðjudaginn á láni frá Leicester. Hún var komin strax í fjörið og byrjaði á bekknum.

Katla Tryggvadóttir og Iris Ómarsdóttir voru í byrjunarliðinu. Katla var tekin af vel

Sofie Bredgaard skoraði sigurmark Fiorentina í uppbótatíma og tryggði liðinu 1-0 sigur, samanlagt 2-1. Liðið mætir annað hvort Juventus eða Napoli í undanúrslitum, Juventus er með 2-1 forystu eftir fyrri leikinn á útivelli.
Athugasemdir