Telegraph fjallar um það að Ryan Giggs hafi átt að vera tekinn fyrstur inn í frægðarhöll ensku úrvalsdeildarinnar (Hall of Fame) ásamt Alan Shearer en hætt hafi verið við þær fyriráætlanir.
Frægðarhöllin var vígð 2021 en þar eru goðsagnir enska boltans heiðraðar.
Ástæðan fyrir því að hætt var við að taka Giggs inn í höllina er sú að á þessum tíma stóð hann í dómsmáli þar sem hann hafði verið ákærður. Hann var síðan fyrir tveimur og hálfu ári hreinsaður af sök fyrir meint ofbeldi gagnvart fyrrverandi kærustu og systur hennar.
Frægðarhöllin var vígð 2021 en þar eru goðsagnir enska boltans heiðraðar.
Ástæðan fyrir því að hætt var við að taka Giggs inn í höllina er sú að á þessum tíma stóð hann í dómsmáli þar sem hann hafði verið ákærður. Hann var síðan fyrir tveimur og hálfu ári hreinsaður af sök fyrir meint ofbeldi gagnvart fyrrverandi kærustu og systur hennar.
Talið er mögulegt að endurskoðað verði að taka Giggs inn í frægðarhöllina.
Giggs lék 963 leiki fyrir Manchester United, skoraði 168 mörk og var hluti af liðinu fræga sem vann þrennuna goðsagnakenndu.
„Að vera ekki í frægðarhöllinni er ekki eitthvað sem ég hef verið að pæla í. Þú ferð ekki í fótbolta með það markmið að komast inn í hana," sagði Giggs í viðtali.
Hann vann 13 Englandsmeistaratitla, tvo Meistaradeildartitla, fjóra FA-bikara og þrjá deildabikara með United.
Leikmenn sem hafa verið teknir inn í frægðarhöllina
2021 - Alan Shearer, Theirry Henry, Eric Cantona, Roy Keane, Frank Lampard, Dennis Bergkamp, Steven Gerrard, David Beckham
2022 – Wayne Rooney, Patrick Vieira, Sergio Aguero, Didier Drogba, Vicent Kompany, Peter Schmeichel, Paul Scholes, Ian Wright
2023 – Tony Adams, Petr Cech, Rio Ferdinand
2024 – Ashley Cole, Andy Cole, John Terry
2025 – Gary Neville, Eden Hazard
Athugasemdir


