Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 16. apríl 2021 20:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Gylfi Þór 2 - 2 Harry Kane
Gylfi gerði tvennu. Frábær leikur hjá honum í kvöld.
Gylfi gerði tvennu. Frábær leikur hjá honum í kvöld.
Mynd: Getty Images
Kane gerði einnig tvennu.
Kane gerði einnig tvennu.
Mynd: Getty Images
Everton 2 - 2 Tottenham
0-1 Harry Kane ('27 )
1-1 Gylfi Sigurdsson ('31 , víti)
2-1 Gylfi Sigurdsson ('62 )
2-2 Harry Kane ('68 )

Gylfi Þór Sigurðsson átti frábært kvöld þegar Everton fékk Tottenham í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni.

Gylfi er auðvitað fyrrum leikmaður Tottenham en hann spilaði fyrir félagið frá 2012 til 2014. Honum finnst greinilega ekki leiðinlegt að spila gegn sínum gömlu félögum. Fyrr á tímabilinu skoraði hann eitt og lagði upp þrjú í 5-4 sigri Everton á Spurs í bikarnum.

Tottenham, sem tapaði 3-1 fyrir Manchester United um síðustu helgi, tók forystuna í leiknum þegar Harry Kane skoraði sitt 20. deildarmark á tímabilinu. Hann skoraði á 27. mínútu þegar hann fékk boltann óvaldaður á teignum. Kane lætur ekki bjóða sér það tvisvar.

Leikurinn hafði ekki verið skemmtilegur fram að því og alls ekki mikið um færi. Stuttu eftir mark Kane dró til tíðinda þegar dæmd var vítaspyrna á Sergio Reguilon fyrir brot á James Rodriguez. Gylfi fór á punktinn og skoraði af öryggi.

Staðan var 1-1 í hálfleik en Everton var ef eitthvað er sterkari aðilinn. Tottenham byrjaði ágætlega í seinni hálfleik en Everton tók forystuna á 62. mínútu. Gylfi fékk boltann skoppandi inn á teig en tókst að klára það ótrúlega vel. Hans annað mark í leiknum og Everton með forystuna.

En félagi hans Gylfa, Kane, vildi ekki vera minni maður. Aftur voru miðverðir Everton ósannfærandi. Michael Keane skallaði boltann í bakið á Mason Holgate, og boltinn datt fyrir fætur Kane. Afskaplega einfalt færi fyrir eina af þremur bestu níum í heimi.

Það var mikið undir í Evrópubaráttunni í þessum leik og reyndu bæði lið hvað þau gátu til að vinna leikinn. Þetta endaði samt sem áður með 2-2 jafntefli. Tottenham er í sjöunda sæti með 50 stig og Everton í áttunda sæti með 49 stig. Bæði lið eru væntanlega mjög ósátt við að taka bara eitt stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner