Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 16. apríl 2021 09:20
Elvar Geir Magnússon
Man Utd reynir við Milenkovic
Powerade
Nikola Milenkovic.
Nikola Milenkovic.
Mynd: Getty Images
Vinicius (til hægri) er orðaður við Úlfana.
Vinicius (til hægri) er orðaður við Úlfana.
Mynd: Getty Images
Eduardo Camavinga.
Eduardo Camavinga.
Mynd: Getty Images
Haaland, Kean, Milenkovic, Mbappe, Nketiah, Vinicius, Andersen og fleiri í slúðurpakkanum þennan fína föstudag. BBC tók saman.

Launakröfur Erling Braut Haaland (20) gætu fælt spænsku félögin Barcelona og Real Madrid frá borðinu. Hann vill fá 30 milljónir punda á ári. (Goal)

Manchester United er tilbúið að leggja meiri áherslu á að reyna að fá serbneska varnarmanninn Nikola Milenkovic (23) hjá Fiorentina. Ítalska félagið vill að minnsta kosti 38 milljónir punda fyrir leikmanninn. (Sun)

Paris St-Germain setur pressu á franska framherjann Kylian Mbappe (22) að skrifa undir nýjan samning. Mbappe vill ekki að sá samningur sé of langur. (L'Equipe)

Carlo Ancelotti, stjóri Everton, segir að enska félagið sé opið fyrir því að selja ítalska sóknarmanninn Moise Kean (21) sem er á láni hjá PSG. (Mail)

Real Madrid er ekki tilbúið að selja norska miðjumanninn Martin Ödegaard (22) sem er á láni hjá Arsenal út tímabilið. (Marca)

West Ham vonast til þess að geta keypt Eddie Nketiah (21), leikmann Arsenal og enska U21 landsliðsins, í sumar. (Evening Standard)

Úlfarnir munu reyna að fá brasilíska framherjann Carlos Vinicius (26) frá Benfica í sumar. Hann er á láni hjá Tottenham sem ætlar þó ekki að kaupa hann alfarið. (TVI24)

Manchester United og Arsenal hafa áhuga á franska miðjumanninnum Eduardo Camavinga (18) sem hefur ákveðið að framlengja ekki samning sinn við Rennes. (Marca)

Manchester United hefur áhuga á danska varnarmanninum Joachim Andersen (24) sem er hjá Fulham á láni frá Lyon. (BT)

Barcelona er tilbúið að láta franska miðvörðinn Samuel Umtiti (27) fara í sumar en ítalski varnarmaðurinn Alessio Romagnoli (26) hjá AC Milan gæti fyllt hans skarð. (Mundo Deportivo)

Manuel Locatelli (23), miðjumaður Sassuolo og ítalska landsliðsins, segist tilbúinn að spila í öðru landi. Hann hefur verið orðaður við Manchester City. Þá gæti Arsenal reynt að fá hann. (Corriere dello Sport/Football.London)

Watford ætlar að bjóða vængmanninum Ashley Young (35) eins árs samning ef félagið kemst aftur í úrvalsdeildina. Samningur Englendingsins reynslumikla við Inter rennur út í sumar. (Mail)

Barcelona íhugar að gera tilboð í spænska sóknarmanninn Dani Olmo (22) hjá RB Leipzig. Olmo var í akademíu katalónska félagsins. (Sport)

Atletico Madrid hefur áhuga á Nicolo Rovella (19) en ítalski miðjumaðurinn er hjá Genoa á láni frá Juventus. Þá hefur Atletico líka áhuga á argentínska bakverðinum Nahuel Molina (23) hjá Udinese. (Mundo Deportivo)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner