Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   þri 16. apríl 2024 06:00
Hafliði Breiðfjörð
29 marka mennirnir mættu út á völl fyrir leikinn hjá Fram og Víkingi í gær
Frá athöfninni fyrir leik. Fleiri myndir eru neðst í fréttinni.
Frá athöfninni fyrir leik. Fleiri myndir eru neðst í fréttinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var skemmtileg stund fyrir leik Víkings og Fram í Bestu-deild karla í gærkvöldi þegar Framarar heiðruðu heiðursgesti leiksins, þá Aðalstein Aðalsteinsson og Guðmund Steinsson.

Lestu um leikinn: Fram 0 -  1 Víkingur R.

Þegar hópurinn mætti á eftir liðunum út á völlinn gengu þeir saman Guðmundur Torfason formaður knattspyrnudeildar Fram og nafni hans, Steinsson en báðir voru þeir miklir markaskorarar.

Þeir voru samrýmdir sem leikmenn inni á vellinum en saman tókst þeim að skora 29 mörk í 18 leikja Íslandsmótinu árið 1986. Guðmundur Torfason skoraði þá 19 mörk sem er það hæsta sem hefur verið skorað í efstu deild og Guðmundur Steinsson skoraði tíu.

Aðalsteinn var síðast í þjálfarateymi Fram á síðustu leiktíð en hann er uppalinn í Víkingi og hefur unnið mikið fyrir bæði félög. Eins og reyndar Guðmundur Steinsson líka en hann varð Íslandsmeistari með Víkingi 1991.

Heimir Gunnlaugsson formaður knattspyrnudeildar Víkings og Guðmundur Torfason veittu þeim Steinssyni og Aðalsteini gjafir fyrir leikinn en meðfylgjandi myndir sýna þetta.
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Athugasemdir
banner
banner