Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 16. maí 2021 22:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þurfum að eignast fleiri Kára; ungir miðverðir horfið á hann"
Kári skallar bolta.
Kári skallar bolta.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason átti stórleik fyrir Víkinga gegn Breiðablik í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Víkingar unnu leikinn 3-0 og sitja á toppi deildarinnar eftir fjóra leiki með tíu stig.

Kári var með danska sóknarmanninn Thomas Mikkelsen í strangri gæslu í kvöld.

„Við þurfum að eignast fleiri Kára, ungir miðverðir horfið á hann," sagði Reynir Leósson í Stúkunni á Stöð 2 Sport.

„Kári var alltaf í bakinu á honum, hann fékk aldrei að snúa. Þvílíkur leikmaður," sagði Reynir jafnframt en miðverðir Víkingar voru óhræddir að stíga upp þar sem Blikar voru ekki mikið að hlaupa á bak við vörnina.

Kári er gríðarlegur leiðtogi í vörninni, lætur mikið fyrir sér fara á vellinum og óhræddur við að láta finna fyrir sér. Hann er þaulreyndur landsliðsmaður og hefur verið gríðarlega stór hluti af frábærum árangri landsliðsins síðustu ár.

Smelltu hér til að lesa textalýsingu frá leiknum.
Athugasemdir
banner
banner