Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 16. maí 2022 18:04
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Newcastle og Arsenal: White kemur inn í vörnina
Ben White er mættur til baka úr meiðslum
Ben White er mættur til baka úr meiðslum
Mynd: EPA
Newcastle United og Arsenal eigast við í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en leikurinn er spilaður á St. James' Park, heimavelli Newcastle. Þetta er leikur sem Arsenal þarf að vinna til að leiða kapphlaupið um sæti í Meistaradeildinni.

Callum Wilson byrjar fyrsta deildarleik sinn fyrir Newcastle síðan í desember og þá kemur Fabian Schär einnig inn í liðið.

Mikel Arteta gerir þrjár breytingar. Ben White snýr aftur og kemur inn fyrir Rob Holding sem er í banni. Emile Smith Rowe og Nuno Tavares koma einnig inn.

Arsenal er í 5. sæti deildarinnar með 66 stig, tveimur stigum á eftir Tottenham. Newcastle er í 14. sæti með 43 stig.

Newcastle: Dubravka; Krafth, Schar, Burn, Targett; Longstaff, Guimaraes; Joelinton, Almirón; Wilson, Saint-Maximin

Arsenal: Ramsdale; Tomiyasu, Gabriel, White, Tavares; Elneny, Xhaka, Odegaard, Smith Rowe, Saka; Nketiah.
Athugasemdir
banner
banner