Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 16. maí 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fullkomin byrjun Benfica tók enda - Celtic tapaði gegn Rangers
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fullkomin byrjun Benfica á portúgalska deildartímabilinu er loks liðin á enda eftir að liðið gerði 2-2 jafntefli við Famalicao í gær.

Cloé Lacasse er lykilmaður í liði Benfica og hefur Heiðdís Lillýardóttir verið á láni hjá félaginu frá Breiðabliki.

Benfica var með 12 sigra úr 12 leikjum en er loks búið að stíga feilspor. Liðið er með sjö stiga forystu á Sporting CP sem situr í öðru sæti.

María Catharina Ólafsdóttir Gros var þá á bekknum í gær þegar Celtic tapaði grannaslagnum gegn Rangers í lokaumferð skosku deildarinnar.

Leikurinn var aðeins uppá stoltið þar sem Rangers var búið að tryggja sér Skotlandsmeistaratitilinn og Celtic fast í þriðja sæti.

Rangers skoraði þrjú mörk á átján mínútna kafla í fyrri hálfleik og dugði eitt mark Celtic eftir leikhlé ekki til og urðu lokatölur 1-3.

Tímabilið er þó ekki búið hjá Celtic þar sem liðið á eftir að keppa við nágranna sína í Glasgow City FC í úrslitaleik skoska bikarsins.

Famalicao 2 - 2 Benfica

Celtic 1 - 3 Rangers


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner