Eddie Howe, stjóri Newcastle, vonar að félagið geti styrkt leikmannahóp sinn í sumar fyrir átökin á næsta tímabili. Félögin á Englandi þurfa að passa sig sérstaklega á PSR fjármálareglunum, ekki er hægt að endalausum upphæðum í leikmenn þó að fjármagnið sé til staðar.
Newcastle hefur gert vel að undanförnu og á því inni fyrir því að eyða talsverðu á markaðnum í sumar.
„Eins og ég hef oft sagt hefur PSR set strik í reikninginn hjá okkur síðustu ár. En þau vandamál eru ekki fyrir komandi glugga, svo það er engin ástæða fyrir því að við getum ekki styrkt hópinn," sagði enski stjórinn sem vann deildabikarinn fyrr í vetur.
Newcastle hefur gert vel að undanförnu og á því inni fyrir því að eyða talsverðu á markaðnum í sumar.
„Eins og ég hef oft sagt hefur PSR set strik í reikninginn hjá okkur síðustu ár. En þau vandamál eru ekki fyrir komandi glugga, svo það er engin ástæða fyrir því að við getum ekki styrkt hópinn," sagði enski stjórinn sem vann deildabikarinn fyrr í vetur.
Hann var svo spurður út í þá staðreynd að Alexander Isak, Anthony Gordon og Bruno Guimaraes, þrír lykilmenn, eru m.a. orðaðir við Arsenal sem er andstæðingur Newcastle þessa helgina. Liðin eru bæði í Meistaradeildarbaráttu. Newcastle hefur unnið þrjá leiki gegn Arsenal á tímabilinu.
„Það er pirringur því ég sé ekki af hverju þeir eru orðaðir hingað og þangað við önnur félög."
„Ég myndi vilja halda að leikmennirnir séu ánægðir hér. Ég myndi halda að þeir sæu að við erum að vaxa og þróast í lið sem getur vonandi barist á toppnum."
„Það er enginn guðdómlegur réttur sem segir að við eigum að berjast á toppnum, en mér finnst við vera á leið í rétta átt, svo já, það er pirringur. En ég læt það ekki gleypa mig," sagði Howe.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 36 | 25 | 8 | 3 | 83 | 37 | +46 | 83 |
2 | Arsenal | 36 | 18 | 14 | 4 | 66 | 33 | +33 | 68 |
3 | Newcastle | 36 | 20 | 6 | 10 | 68 | 45 | +23 | 66 |
4 | Man City | 36 | 19 | 8 | 9 | 67 | 43 | +24 | 65 |
5 | Aston Villa | 37 | 18 | 10 | 9 | 56 | 49 | +7 | 64 |
6 | Chelsea | 36 | 18 | 9 | 9 | 62 | 43 | +19 | 63 |
7 | Nott. Forest | 36 | 18 | 8 | 10 | 56 | 44 | +12 | 62 |
8 | Brentford | 36 | 16 | 7 | 13 | 63 | 53 | +10 | 55 |
9 | Brighton | 36 | 14 | 13 | 9 | 59 | 56 | +3 | 55 |
10 | Bournemouth | 36 | 14 | 11 | 11 | 55 | 43 | +12 | 53 |
11 | Fulham | 36 | 14 | 9 | 13 | 51 | 50 | +1 | 51 |
12 | Crystal Palace | 36 | 12 | 13 | 11 | 46 | 48 | -2 | 49 |
13 | Everton | 36 | 9 | 15 | 12 | 39 | 44 | -5 | 42 |
14 | Wolves | 36 | 12 | 5 | 19 | 51 | 64 | -13 | 41 |
15 | West Ham | 36 | 10 | 10 | 16 | 42 | 59 | -17 | 40 |
16 | Tottenham | 37 | 11 | 6 | 20 | 63 | 59 | +4 | 39 |
17 | Man Utd | 36 | 10 | 9 | 17 | 42 | 53 | -11 | 39 |
18 | Ipswich Town | 36 | 4 | 10 | 22 | 35 | 77 | -42 | 22 |
19 | Leicester | 36 | 5 | 7 | 24 | 31 | 78 | -47 | 22 |
20 | Southampton | 36 | 2 | 6 | 28 | 25 | 82 | -57 | 12 |
Athugasemdir